Skilmálar

Skilmálar vefverslunar frolf.is

Velkomin í vefverslun frolf.is  sem er í eigu og rekstri 5to9 Games ehf kt. 570118-1370. Hér eftir verður notast við; „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við frolf.is.

 

Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslun frolf.is samþykkir þú þessa skilmála.

 

PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.

 

VÖRUÁBYRGÐ

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

 

NÁKVÆMNI UPPLÝSINGA

Við kappkostum að hafa réttar lýsingar og vörumyndir í vefverslun okkar. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar litamun eða umbúðamun getur verið að ræða. Að öðru leyti eru upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða minniháttar uppfærslutafir.

 

VERÐ

Uppgefið verð í vefverslun okkar er í íslenskum krónum. Athugið að verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram. Virðisaukaskattur er innifalinn í verði. Afhendingarleið valin í lok pöntunar er kaupanda að kostnaðar lausu sé afhending innan landamæra Íslands.

 

FERILL PANTANA

Þegar þú hefur lokið við að panta í vefverslun færðu tölvupóst með pöntunarnúmeri og kvittun fyrir vörukaupum. Kvittun jafngildir ekki afgreiðslu, við áskiljum okkur rétt til að bakfæra pöntun ef grunur um einhvers konar misferli vaknar. Þegar vara er farin í póst berst þér staðfesting þess eðlis með rekjanlegu númeri og upplýsingum hvar hægt sé að fylgjast með ferlinu. Pantanir eru afgreiddar alla virka daga en póstsending getur tekið 1-4 virka daga. Hægt er að sækja pantanir á auglýstum opnunartíma póstsins. 

 

GREIÐSLULEIÐIR

Eftirfarandi kort er hægt að nota í vefverslun frolf.is:

Visa

Mastercard

Amex

Diners

Maestro

Pei

Aur

 

GREIÐSLUVANDAMÁL

Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.

 

ÖRYGGI VEFSVÆÐIS

Við setjum öryggi viðskiptavina okkar á oddinn. Við notum bestu tækni sem völ er á til að tryggja að allar greiðslur séu öruggar. Undir lok pöntunarinnar flytur síðan þig yfir á https-svæði þar sem þú setur inn kortaupplýsingar.

Hins vegar geta gamlir vafrar verið öryggisógn og því mælum við alltaf með að notendur séu með nýjustu útgáfu af þeim vafra sem þeir kjósa að nota.

Við vistum engar kortaupplýsingar á vefþjónum okkar eða vefsvæðum.

 

SENDINGAR

Við gerum okkar besta til að tryggja þér bestu og skjótvirkustu sendingarleiðir sem völ er á, en sendingartíminn veltur þó alltaf á staðsetningu viðtakanda og hvenær pöntunin er gerð. t.d pantanir sem gerðar eru á föstudegi fara í ferli hjá póstinum á mánudegi.

 

BREYTINGAR Á PÖNTUN

Pantanir eru afgreiddar á virkum dögum kl. 8-16. Við mælum með því að þú yfirfarir pöntunina vel áður en þú lýkur við hana. Ef þú þarft að breyta pöntun eftirá getur hlotist af því viðbótarkostnaður. Vinsamlegast vísið í pöntunarnúmer ef breyta þarf pöntun og sendið allar fyrirspurnir á frolf@frolf.is.

 

HÖFUNDARÉTTUR

Allt efni í vefverslun, þ.m.t. vörumerki, myndir, texti, ljósmyndir, grafík, hljóð og mynd, er í eigu 5to9 Games ehf og er höfundarvarið.

Ekki er heimilt að nota, afrita eða selja efni af síðunni án skriflegs samþykkis okkar.

 

ÁBYRGÐ OG SKULDBINDING

Vefverslun þessi er opin öllum en við erum ekki ábyrg fyrir rangri notkun síðunnar né erum við skuldbundin til að eiga alltaf allar vörutegundir til á lager. Við bjóðum upp á endurgreiðslu vara innan 14 daga frá kaupum ef viðkomandi er óánægður með vöruna, en greiðum ekki sendingarkostnað ef vörur eru sendar til baka. Athugið að taka þarf fram hvað það var sem að óánægja var með og pöntunarnúmer skal sent á netfangið frolf@frolf.is

 

Smákökur (cookies)

Vafrakökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru á vafra notenda. 5to9 Games ehf notar vafrakökur á vefsíðu sinni til að auðkenna notendur. Notkun á vafrakökum gerir okkur því kleift að veita notendum betri upplifun og stuðla að frekari þróun vefsíðunnar.

 

Vafrakökur hafa ólíkan tilgang en sumar þeirra eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsvæða. Þær kökur eru ekki háðar samþykki notenda heldur byggir notkun þeirra á lögmætum hagsmunum 5to9 Games ehf, sem felast í því að geta veitt góða upplifun á vefsíðu sinni og til að stuðla að frekari þróun hennar. Aðrar vafrakökur eru notaðar t.d. vegna greininga á vefsvæðum, fyrir stillingar á vefsvæðum og markaðssetningu. Notendur þurfa að veita samþykki fyrir notkun á þeim vafrakökum.

 

Vafrakökur hafa einnig ólíkan gildistíma. Ákveðnar vafrakökur virka einungis á meðan vafri er opinn og er eytt þegar honum er lokað (e. session cookies) en aðrar vafrakökur hafa lengri gildistíma. Notendur geta lokað á vafrakökur með því að breyta stillingum á vafra. Með þeim hætti geta notendur dregið til baka samþykki sitt fyrir notkun á vafrakökum. Athuga skal að ef lokað er á allar kökur, þ.m.t. nauðsynlegar kökur, mun það hafa áhrif á virkni vefsíðunnar.

 

frolf.is notar eftirtaldar vafrakökur:

 

Listi yfir öpp sem nota cookies og virkni t.d.

Google analytics

Þessar vefkökur eru valkvæðar og við notum þær ekki nema viðskiptavinur kveiki á greiningarvefkökuvirkni í stillingum. Við notum þessar vefkökur til að taka saman upplýsingar um heimsóknir í vefverslunina. Við skráum engin persónuauðkenni í þessar vefkökur. Samkvæmt upplýsingum frá Google er upplýsingum safnað í þessar vefkökur með þeim hætti að ekki sé hægt að auðkenna einstaklinga út frá þeim.